Siðlausir Heimskir Drullusokkar

Ég hef alveg lent í nokkrum atvikum við svona menn. Kann eina góða sögu sem gerðist fyrir utan Grand Hotel. Þarna kem ég að sækja 70 manna hóp á 15 metra langri rútu sem er ekki hægt að leggja allstaðar og kemst ekki undir skyggnið á anddyri hótelsins, þannig eins og ég geri alltaf þá legg ég þvert á helling af bílastæðum þannig að bílar komast ekki í og úr stæðunum. Þetta hefur nú gengið alveg áfalla laust því ef stoppið mitt er lengra en rétt til að hlaða eða afhlaða bílinn þá stend ég alltaf við framhurðina að fylgjast með fólki og umferð svo ég geti nú fært bílinn rétt á meðan fólk fer í og úr stæðunum, og ef ég tek ekki eftir þeim kemur fólk bara og biður mig um að færa mig og ég geri það alveg um leið svo það sé ekki að bíða.

Einn góðan veðurdag síðasta vor kemur síðan einn "stórlax" sem ætlaði heldur betur að vaða yfir mig þar sem ég stend þarna við bílinn lagðan eins og áður kom fram að bíða eftir hópnum mínum og ræða við fararstjóra. Maðurinn kemur til mín og vantar að koma bílnum sínum úr fremsta stæðinu. Í staðin fyrir að láta mig vita þá kom hann beint með skítkast og skammaðist út í mig að vera með bílinn þarna og hann væri búinn að bíða í 4 mínútur og enginn færði bílinn. Ég segi honum bara að eina sem hann hafi þurft að gera væri að láta mig vita að hann þyrfti að komast í burtu og þá hafi ég fært bílinn um leið og útskýrði fyrir honum að ég færi bílinn ekkert á meðan ég veit ekki að neinum sem þarf að komast framhjá. En nei, þá heldur hann enþá áfram og spyr hvort að ég sé ekki atvinnubílstjóri og er bara með leiðindar tuð og segir að ég eigi bara að leggja annarstaðar og sé bara fíbbl og alles. Þá fór nú að hitna aðeins í mínum byrjaði ég að svara manninum með fullri hörku þar sem svona skítköst eru bara algjör óþarfi og ég læt ekkert einhverja drullusokka sem halda að þeir séu eitthvað stórir drulla svona frítt yfir mig. Ég spyr manninn bara hvort hann sé með betri lausn á þessu bílastæðavandamáli hjá mér og ef svo er þá mundi ég alveg taka hana til athugunar. En svo var ekki heldur sagði hann að ég ætti bara að gera eitthvað annað en þetta. Þá spyr ég hann hvort hann ætli að hætta þessari vitleysu svo ég geti nú fært rútuna svo hann komist í burtu og þá kom enþá meiri skítur frá honum og einerjar hótanir um að hringja á lögguna. Þá fer ég og lýt aðeins í kringum mig og viti menn "Jackpot" .. helvítis fíbblið var lagður í fatlaðastæði og það er svo vel merkt að skiltið gjörsamlega æpir beint fyrir framan bílstjórann þegar hann leggur í stæðið. Ég bið um að sjá fatlaða passann hjá manninum en hann var ekki með hann og þá sagði ég honum að fyrst hann var með þetta skítkast og leiðindi að hann geti bara beðið þangað til hópurinn er allur kominn inn í bíl og ég fari, og bauð honum einnig að hringja á lögguna og klaga mig en benti honum einnig á það að hann fengi sektina fyrir að leggja í fatlaðastæði. Þá strunsaði maðurinn bara í burtu og ég hvorki sá né heyrði af honum aftur....

Og svona fyrir þig lesandi góður, ef þú mætir mér í svipuðum aðstæðum á rútunni í þessu fáu skipti sem ég er á landinu, eina sem þú þarft að gera er að láta mig vita hvað þú ætlar að gera og þá er málið leyst á staðnum og allir fara glaðir heim. Ef ekki og þú kemur með dónaskap eða leiðindi, þá er ég alls ekki viljugur til að gera neitt fyrir þig. 


mbl.is Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárir stuðningsmenn

Djöfull eru þessir nallarar súrir... baula á dómarann þegar hann labbar inn á völlinn eftir hlé..
mbl.is Gallas jafnaði á síðustu mínútu, Arsenal - Man.Utd 2:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi M að ýta undir mínar skoðanir.

Núna var ég að sörfa netið og rakst á spjall á milli Hemma Gunn og Bubba Morthens sem var í beinni 17. júní síðastliðinn. Skemmtilegt viðtal og góð lög sem Bubbi tók á gítarinn. Síðasta lagið sló mig alveg rosalega og fékk mig til að pæla aðeins. Ég veit ekki hvað þetta lag hefur farið víða, allavega þá er ekki búið að gefa það út og mér skylst að það hafi aðeins verið flutt í þessum þætti og ekkert meir.

En þetta lag samdi Bubbi eftir að 14 ára stelpa framdi sjálfsmorð eftir að 4 strákar fengu ekki dóm eftir að hún kærði þá fyrir nauðgun þrátt fyrir að þeir játuðu allir að hafa sofið hjá henni þetta kvöld. Núna er ég ekki á landinu en ég missti hreinlega af þessu í fréttum en þetta kom allavega í blöðunum. Með textanum í laginu fer bubbi í gegnum atburðinn og síðan hvernig dómarinn gat sýknað strákana því saga stelpunnar var ekki sannfærandi.

Núna spyr ég, hvernig getur dómarinn í þessu máli ekki hugsað aðeins inn í medical þáttinn sem fólk sem verður fyrir stórum áföllum fer í gegnum. Tökum þetta skref fyrir skref... Líkaminn okkar og heilinn eru mjög sérstök fyrirbæri og geta gert ótrúlegustu hluti. T.d. ef einhver persóna lendir í alvarlegu slysi getur það haft svo svakarleg áhrif á sálarlífið að næst þegar hún vaknar man hún ekki eftir atburðinum og annaðhvort veit hún ekkert hvað hefur gerst eða hefur einhverja aðra minningu frá atburðinum sem er enganvegin jafn slæm og það sem raunverulega gerðist. Þegar svona gerist getur heilinn þurrkað út mynni og búið til gerfi raunveruleika til að vernda persónuna þannig hún upplifir atburðinn ekki aftur til að koma í veg fyrir frekara sjokk og/eða álag. Meikar ekki sense?? prófum annað dæmi... Ég hef lent í því tvisvar að vakna snemma um morgun eftir mikið vinnuálag og þarf að mæta enn einn daginn í vinnu, þegar ég vaknaði vildi ég bara óska að ég væri veikur til að geta hringt mig inn veikann með góðri samvisku, og hvað haldiði að hafi skeð í bæði skiptin. Ég fékk auðvitað hausverk og á endanum hringdi ég mig veikann inn. Svona getur hugurinn blekkt líkamann. Reyndar þekki ég annað dæmi en það væri siðlaust hjá mér að nefna það á svona opinberum stað.

Ýmindið ykkur, 14 ára stelpu sem er nauðgað af 4 strákum. Hvaða stelpa eða kona mundi ekki taka þetta rosalega inn á sig.. og sérstaklega svona ung stelpa. Það er bara eðlilegt að hún muni ekki nákvæmlega hvað gerðist eða í hvaða röð. Þetta er svo hræðilegur atburður fyrir hana að hugurinn er farinn að loka á ýmis atriði til að róa hana niður. 

Og núna kemur pointið mitt með þessari færslu hvað yfirvöld í landinu geta gert til að koma í veg fyrir svona menn og bara aðra glæpamenn og lagabrjóta í landinu. Ég hef talað um þetta áður og ætla bara að koma með það aftur.

Það þarf að gera eitthvað til að stoppa freistinguna til að brjóta af sér. Tökum hraðaakstur sem dæmi. Vissulega hafa yfirvöld sett upp myndavélar á marga staði sem er bara frábært mál en samt fækkar ekki fréttunum um þessa fávita sem eru keyrandi á flugtakshraða. Það verður bara að koma upp almennilegu myndavéla kerfi út um allt sem er ekki hægt að komast framhjá. Ég er ekki að tala um að hafa myndavélar sem ná yfir hverja einustu tommu af vegakerfinu hjá okkur, heldur bara skella þessu upp á ALLA þá staði sem þarf. Það segir sér alveg sjálft að myndavélarnar skila af sér hagnaði og þegar þessir peningar hætta að streyma inn er markmiðinu náð. Þá vita menn að það þýðir ekkert að reyna að keyra hratt því þá fá þeir bara sekt, s.s. þá er búið að stoppa freistinguna.

Einnig hegningarlög gegn eiturlyfja smyglurum. Í staðin fyrir að vera með svona drullu litla dóma sem klárlega senda ekki skilaboð út í þjóðfélagið. Breyta lögunum og ef einhver er tekinn með dóp til einkanota verður bara beint sendur í 10 ára fangelsi, og þeir sem eru með mikið magn og ætlað til sölu fá 20 ár og ekkert kjaftæði. Ok, núna segir einhver "döööö en það kostar svo mikið að hafa menn í fangelsi"... Hvað með það?? hvað haldiði að ríkið eigi eftir að spara sér mikinn pening fyrir lögfræðinga og gæsluvarðhald yfir öllum þeim sem eiga eftir að koma inn á dópmarkaðinn? Ef þetta eru lögin og ekkert er gefið eftir er búið að stoppa freistinguna því fólk veit að það fær mjög þunga dóma fyrir þetta. Engin spurning um að eiturlyfja markaðurinn muni stór minnka í landinu því það mun ekki neinn þora að reyna koma þessu inn í landið. Bara allir sem koma að málinu er bara stungið inn í 20 ár og málið dautt.

Barnaníðngar.. ef menn eru svo geðsjúkir að menn geta ekki haldið honum í brókunum þegar þeir sjá lítil börn á bara hreinlega að taka fram fyrir hendurnar á þeim og sprauta þá með efnum og þá geta þeir ekki fengið lengur boner.

Allt of mikið af íslendingum eru siðlausir drullusokkar og fréttir af þessum efnum eru að stór aukast þarf hreinlega að gera eitthvað. Sjáiði bara miðbæinn, mér heyrist að þessar aðgerðir lögreglu eru bara að skila dúndur árangri, af hverju ekki að gera þetta á fleirri sviðum. Fyrst fólkið sem býr í miðbænum fær allt sem það vill ætti restin af fólkinu í landinu að fá það líka...!!! 

hérna er síðan textinn úr laginu hjá Bubba sem heitir "hægt andlát 14 ára stúlku"

hún var 14 ára falleg stelpa, fór á tónleika með vinkonu sinni. Lífið var æði og allir í stuði, það var sem eldur um æðarnar.

Seinna um kvöldið keyrði í party, í kópavogi var brjáluð gleði. 4 strákar stífir af neyslu stoppuðu svalir, svartir að geði. Hún hafi drukkið landa og lent í stöðu þar inn sem enginn vill lenda í. Þeir spottuðu dömuna og dróu til sín, og slitu úr henni hjartað bara, bara af því.

Í rúminu fengu fullnægt sínum órum, 4 strákar með brenglaða sjálfsmynd. Gátu ekki greint rétt frá röngu, upplifðu kvöldið sem hverja aðra klámmynd.

Þeir misnotuðu hana á alla kanta, inní hana fóru með hnefa og tólum. rifu hana á hol, slefandi vargar, fögnuðu sigri með öskrum og gólum.

dómarinn sagði "ég trúi henni ekki, saga hennar heldur engum þræði", við hverju bjóst hann eftir meðferð slíka, sem stúlkan hlaut að hún færi með kvæði.

hvernig getur hann ætlast til þess, hún þylji upp staðreyndir róleg og fumlaus, rökrétt í hugsun það gæti engin kona, hvað þá lítil stelpa sem bara fraus.

þeir voru sýknaðir, samt játuðu því, að hafa tekið hana rúminu í. Játuðu allir réttarsalnum í , hverskona veröld lifum við í. 

Dómari, dómari taktu þér æfilangt frí.

Dómari, dómari takut þér æfilangt frí. 


Dæmigerður blaðamaður...

Af hverju þurfa menn að ýkja svona hluti til að láta einhverja hluti líta verr út en þeir eru í rauninni. Ég get fullyrt að engin flugvél í heiminum getur "bounch-að" svona svakalega á brautinni að hún nái 15 metra hæð aftur sama hversu stór eða lítil vélin er. Svona til að fólk átti sig á því að þá er hæðsti hlutur vélarinnar s.s. toppurinn á stélinu lægri en 15 metrar. Til að útskýra mitt mál frekar:

1. Vængirnir eru ekki að framkalla nógu mikið lift til að geta lift vélinni upp um 15 metra á þeim hraða sem vélin kemur að brautinni.

2. flugvélar klifra á afgangs afli (excess thrust) og þegar vél er alveg við að snerta brautina er EKKERT afgangs afl því mótorarnir eru í hægagangi.

3. vissulega eftir þunga lendingu geta höggdeyfarnir í hjólabúnaðinum kastað vélinni upp aftur, en enganvegin af því afli að vélin kastist 15 metra heldur rétt lyftist hún af brautinni og strax niður á hana aftur.

4. Sem farþegi í flugvél sem horfir út um þessa litlu glugga hefur ekki gott fjarlægarskyn og enþá verra í myrkri.

Þegar flugbraut er blaut af rigningu eða snjó og afísingarvökva sem var í þessu tilfelli verða menn að setja vélina fast í brautina því annars fljóta dekkin og þar af leiðandi er engin bremsa. Ef vélin lyftist aftur af brautinni sem vissulega kemur fyrir einstaka sinnum eru rétt viðbrögð flugmanna að halda vélinni og lenda henni aftur en ekki ýta henni niður, þegar menn gera þetta hengur vélin í nokkrar sekúntur í loftinu og það getur gefið skynvillu þar sem útsýni út um glugga er ekki gott að um hátt stökk hafi verið að ræða. 

Jón Birgir Pétursson, þú ert klárlega ekki trúr í þínu máli og átt þar með ekki að koma nálægt blaðamennsku eða einhverju sem kemur að upplýsingum eða fréttum fyrir fólk. Ég skora á þig að hætta þessari blaðamannavitleysu og fá þér vinnu í Sorpu, þar sem þín skrif eiga heima og þá er ég ekki að tala um til endurvinnslu. 


mbl.is RNF: Hálka stærsti þátturinn í því að flugvélin rann út af braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning...

...hvort fórnarlömb nauðgunarmála ættu ekki bara að taka málin í eigin hendur fyrst dómskerfið vinnur svona svakalega með þessum mönnum og fái bara vini sína til að finna manninn og skera hreinlega af honum tittlinginn og gefa honum hann til baka í saltvatns krukku. Það ætti að minna hann á að gera svona ekki aftur og í leiðinni að minna hann á að hann getur ekki gert svona aftur...
mbl.is Niðurfellingin var sem önnur nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

God Bless The USA

Hehe, ég gat nú bara ekki annað en brosað þegar ég las þetta. Það er alveg greinilegt að maður verður virkilega að hugsa tvisvar áður en maður ætlar að móðga einhvern hérna, alveg séns á að það sé hitt á svona svakalega viðkvæman blett hjá mönnum eins og táfýlan í þessu máli. Það er alveg ótrúlegt hvað menn geta brugðist geðsýkislega við minnstu hlutum eins og einhverjum svona orðum. En þótt það sé hrikaleg táfýla af helling af fólki þá veit það bara að því og er ekkert að ergja sig útaf þessu :)..
mbl.is Myrtur fyrir að kvarta undan táfýlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko mína menn

Djöfull er ég ánægður með þetta, ég er búinn að tala um að þetta sé eina málið til að leysa hraðaaksturs geðveikina sem ríkir í landinu. Og núna þegar fólk veit almennt af þessum myndavélum á þessum svæðum þá ferð það að passa sig því það veit að það kemst ekki upp með að keyra of hratt, bingo!! markmiðinu náð, búið að lækka hraðann.

Næsta mál á dagsskrá: dúndra þessum myndavélum niður á þjóvegina og í borginni þar sem þeirra er þarft. Þær borga sig upp á skömmum tíma og þegar þær hætta að skila gróða er hreinlega búið að lækka hraðann. 


mbl.is Tóku myndir af 2.000 brotlegum ökumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn þroskaheftir???

Ég skil ekki alveg þessa fréttamennsku, kunna menn ekki ensku til að geta þýtt fréttirnar almennilega og/eða geta menn ekki séð fyrir sér að það er ekki séns fyrir svona fyrirbæri eins og fellibyl að ferðast um á 240km hraða. Ef þetta væri raunin mundi djúp lægð ganga yfir ísland á 3 tímum í staðin fyrir 3 daga.  

Rétt skal vera rétt og þessi Dean er að nálgast með um 35 mílna hraða og vindurinn í miðjunni er mest að fara upp í um 240km hraða.

Annars er ég bara nokkuð feginn að Dean mun ekki ná Florida því það mundi slátra öllu hérna, þetta mun verða að Category 5 hurricane sem er hæðsti klassinn yfir bylina, þannig hann er mjög öflugur og mun rífa niður allar rafmagnslínur þar sem allar línur eru strektar yfir götum og húsþökum en ekki undergound eins og heima á klakanum... 


mbl.is Dean nálgast Jamaíka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin Á Þessu Vandamáli

Ég er vann við að keyra um alla borg og víðar bæði á strætó og síðan á rútum. Þær tilraunir til að minnka hraðakstur í borginni s.s. skella niður endalaust af hraðahindrunum er klárlega ekki að skila árangri. Þetta á auðvitað sérstaklega við inni í hverfum og við skóla þar sem hámarkshraði er 30km. Ég heyrði að það kostar á bilinu eina til tvær milljónir að setja eina hraðahindrun og það er auvðitað beinn kostnaður fyrir borgina og bæjarfélög. Þetta fynnst mér vera allt of mikið af peningum fyrir lélega lausn á stóru vandamáli. 

Og núna að lausninni. Í staðin fyrir þessar hraðahindranir, af hverju ekki að setja upp hraðamyndavélar?? Það getur kostað alveg svipað að setja upp eina myndavél eins og að setja upp hraðahindrun en getiði hvað, myndavélin borgar sig sjálf upp með hverri mynd sem er tekin og síðan er þetta rekið með hagnaði á endanum. Ef það er sett upp nokkuð þétt myndavélakerfi um borgina bæði á hraðbrautum og í hverfunum er ég algjörlega viss um að hraði minnkar því menn komast ekki upp með að keyra of hratt. Að sjálfsögðu mun þetta kosta fólkið í borginni helling af peningum því menn eru alltaf böstaðir við að keyra of hratt. Fólk mun átta sig á því á stuttum tíma að það kemst ekki upp með það að keyra hratt því það fer að ganga beint í veskið hjá því að fá endalausar sektir. Síðan um leið og myndavélakerfið hættir að skila hagnaði þá er markmiðinu náð, búið að minnka hraðann og þá eru slys eins og þetta ekki að gerast því það er búið að koma í veg fyrir alla freystingu við að keyra hratt. Það er alveg búið að sýna sig að fólk keyrir hratt á meðan það kemst upp með það og með þessu er bara búið að koma fyrir augum allstaðar og þá komast menn ekki lengur upp með þetta.

Bottom line er einfaldlega að hérna er lausn til að lækka hraðann með því að græða á því í leiðinni. Og þegar gróðinn er horfinn þá er markmiðinu náð. 


mbl.is Þungt haldin eftir umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Aron Smári
Aron Smári
Fyrrverandi strætóbílstjóri, síðan rútubílstjóri og núverandi flugmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband