29.10.2007 | 04:11
Dæmigerður blaðamaður...
Af hverju þurfa menn að ýkja svona hluti til að láta einhverja hluti líta verr út en þeir eru í rauninni. Ég get fullyrt að engin flugvél í heiminum getur "bounch-að" svona svakalega á brautinni að hún nái 15 metra hæð aftur sama hversu stór eða lítil vélin er. Svona til að fólk átti sig á því að þá er hæðsti hlutur vélarinnar s.s. toppurinn á stélinu lægri en 15 metrar. Til að útskýra mitt mál frekar:
1. Vængirnir eru ekki að framkalla nógu mikið lift til að geta lift vélinni upp um 15 metra á þeim hraða sem vélin kemur að brautinni.
2. flugvélar klifra á afgangs afli (excess thrust) og þegar vél er alveg við að snerta brautina er EKKERT afgangs afl því mótorarnir eru í hægagangi.
3. vissulega eftir þunga lendingu geta höggdeyfarnir í hjólabúnaðinum kastað vélinni upp aftur, en enganvegin af því afli að vélin kastist 15 metra heldur rétt lyftist hún af brautinni og strax niður á hana aftur.
4. Sem farþegi í flugvél sem horfir út um þessa litlu glugga hefur ekki gott fjarlægarskyn og enþá verra í myrkri.
Þegar flugbraut er blaut af rigningu eða snjó og afísingarvökva sem var í þessu tilfelli verða menn að setja vélina fast í brautina því annars fljóta dekkin og þar af leiðandi er engin bremsa. Ef vélin lyftist aftur af brautinni sem vissulega kemur fyrir einstaka sinnum eru rétt viðbrögð flugmanna að halda vélinni og lenda henni aftur en ekki ýta henni niður, þegar menn gera þetta hengur vélin í nokkrar sekúntur í loftinu og það getur gefið skynvillu þar sem útsýni út um glugga er ekki gott að um hátt stökk hafi verið að ræða.
Jón Birgir Pétursson, þú ert klárlega ekki trúr í þínu máli og átt þar með ekki að koma nálægt blaðamennsku eða einhverju sem kemur að upplýsingum eða fréttum fyrir fólk. Ég skora á þig að hætta þessari blaðamannavitleysu og fá þér vinnu í Sorpu, þar sem þín skrif eiga heima og þá er ég ekki að tala um til endurvinnslu.
RNF: Hálka stærsti þátturinn í því að flugvélin rann út af braut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá framhald... hérna er gott video af harðri lendingu með svona hoppi og flugmennirnir halda nefinu á vélinni upp og þarna sjáiði að hoppið er ekki meira en um 1 metri. og þetta var hörð lending
http://www.youtube.com/watch?v=kIuFzi83Lr4
Aron Smári, 29.10.2007 kl. 04:20
Allavega er flugritinn sendur út í aflestur, þannig að það sem skeði kemur í ljós. Sennilega var flugturninn ekki að gera sig, gaf út vitlausa útreikninga. Annars var veðrið mjög óákveðið þessa nótt, en brautarbílarnir áttu auðvitað að vera á ferðinni og kanna skilyrðin. En veit vel hvernig þetta er uppi á velli á nóttunni, fólk bara sofandi.
Fishandchips, 31.10.2007 kl. 02:39
Já, mér fynnst reyndar smá skítafýla af þessari lendingu. Bendir soldið til að vélin hafi lent mjög innanlega á brautinni. Brautin er 10.000 fet og sambærileg vél eða B737-700 getur stoppað á 2550 fetum á þurri braut í logni, sem er aðeins 1/4 af brautinni í KEF. En það var ekki aðalatriðið hjá mér með þessu bloggi heldur að drulla aðeins á þennan blaðamann sem hélt því fram að vélin hafi bounch-að 15 metra upp í loftið sem er bara ekki fræðilegur möguleiki.
Aron Smári, 1.11.2007 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.