1.11.2007 | 08:43
Bubbi M að ýta undir mínar skoðanir.
Núna var ég að sörfa netið og rakst á spjall á milli Hemma Gunn og Bubba Morthens sem var í beinni 17. júní síðastliðinn. Skemmtilegt viðtal og góð lög sem Bubbi tók á gítarinn. Síðasta lagið sló mig alveg rosalega og fékk mig til að pæla aðeins. Ég veit ekki hvað þetta lag hefur farið víða, allavega þá er ekki búið að gefa það út og mér skylst að það hafi aðeins verið flutt í þessum þætti og ekkert meir.
En þetta lag samdi Bubbi eftir að 14 ára stelpa framdi sjálfsmorð eftir að 4 strákar fengu ekki dóm eftir að hún kærði þá fyrir nauðgun þrátt fyrir að þeir játuðu allir að hafa sofið hjá henni þetta kvöld. Núna er ég ekki á landinu en ég missti hreinlega af þessu í fréttum en þetta kom allavega í blöðunum. Með textanum í laginu fer bubbi í gegnum atburðinn og síðan hvernig dómarinn gat sýknað strákana því saga stelpunnar var ekki sannfærandi.
Núna spyr ég, hvernig getur dómarinn í þessu máli ekki hugsað aðeins inn í medical þáttinn sem fólk sem verður fyrir stórum áföllum fer í gegnum. Tökum þetta skref fyrir skref... Líkaminn okkar og heilinn eru mjög sérstök fyrirbæri og geta gert ótrúlegustu hluti. T.d. ef einhver persóna lendir í alvarlegu slysi getur það haft svo svakarleg áhrif á sálarlífið að næst þegar hún vaknar man hún ekki eftir atburðinum og annaðhvort veit hún ekkert hvað hefur gerst eða hefur einhverja aðra minningu frá atburðinum sem er enganvegin jafn slæm og það sem raunverulega gerðist. Þegar svona gerist getur heilinn þurrkað út mynni og búið til gerfi raunveruleika til að vernda persónuna þannig hún upplifir atburðinn ekki aftur til að koma í veg fyrir frekara sjokk og/eða álag. Meikar ekki sense?? prófum annað dæmi... Ég hef lent í því tvisvar að vakna snemma um morgun eftir mikið vinnuálag og þarf að mæta enn einn daginn í vinnu, þegar ég vaknaði vildi ég bara óska að ég væri veikur til að geta hringt mig inn veikann með góðri samvisku, og hvað haldiði að hafi skeð í bæði skiptin. Ég fékk auðvitað hausverk og á endanum hringdi ég mig veikann inn. Svona getur hugurinn blekkt líkamann. Reyndar þekki ég annað dæmi en það væri siðlaust hjá mér að nefna það á svona opinberum stað.
Ýmindið ykkur, 14 ára stelpu sem er nauðgað af 4 strákum. Hvaða stelpa eða kona mundi ekki taka þetta rosalega inn á sig.. og sérstaklega svona ung stelpa. Það er bara eðlilegt að hún muni ekki nákvæmlega hvað gerðist eða í hvaða röð. Þetta er svo hræðilegur atburður fyrir hana að hugurinn er farinn að loka á ýmis atriði til að róa hana niður.
Og núna kemur pointið mitt með þessari færslu hvað yfirvöld í landinu geta gert til að koma í veg fyrir svona menn og bara aðra glæpamenn og lagabrjóta í landinu. Ég hef talað um þetta áður og ætla bara að koma með það aftur.
Það þarf að gera eitthvað til að stoppa freistinguna til að brjóta af sér. Tökum hraðaakstur sem dæmi. Vissulega hafa yfirvöld sett upp myndavélar á marga staði sem er bara frábært mál en samt fækkar ekki fréttunum um þessa fávita sem eru keyrandi á flugtakshraða. Það verður bara að koma upp almennilegu myndavéla kerfi út um allt sem er ekki hægt að komast framhjá. Ég er ekki að tala um að hafa myndavélar sem ná yfir hverja einustu tommu af vegakerfinu hjá okkur, heldur bara skella þessu upp á ALLA þá staði sem þarf. Það segir sér alveg sjálft að myndavélarnar skila af sér hagnaði og þegar þessir peningar hætta að streyma inn er markmiðinu náð. Þá vita menn að það þýðir ekkert að reyna að keyra hratt því þá fá þeir bara sekt, s.s. þá er búið að stoppa freistinguna.
Einnig hegningarlög gegn eiturlyfja smyglurum. Í staðin fyrir að vera með svona drullu litla dóma sem klárlega senda ekki skilaboð út í þjóðfélagið. Breyta lögunum og ef einhver er tekinn með dóp til einkanota verður bara beint sendur í 10 ára fangelsi, og þeir sem eru með mikið magn og ætlað til sölu fá 20 ár og ekkert kjaftæði. Ok, núna segir einhver "döööö en það kostar svo mikið að hafa menn í fangelsi"... Hvað með það?? hvað haldiði að ríkið eigi eftir að spara sér mikinn pening fyrir lögfræðinga og gæsluvarðhald yfir öllum þeim sem eiga eftir að koma inn á dópmarkaðinn? Ef þetta eru lögin og ekkert er gefið eftir er búið að stoppa freistinguna því fólk veit að það fær mjög þunga dóma fyrir þetta. Engin spurning um að eiturlyfja markaðurinn muni stór minnka í landinu því það mun ekki neinn þora að reyna koma þessu inn í landið. Bara allir sem koma að málinu er bara stungið inn í 20 ár og málið dautt.
Barnaníðngar.. ef menn eru svo geðsjúkir að menn geta ekki haldið honum í brókunum þegar þeir sjá lítil börn á bara hreinlega að taka fram fyrir hendurnar á þeim og sprauta þá með efnum og þá geta þeir ekki fengið lengur boner.
Allt of mikið af íslendingum eru siðlausir drullusokkar og fréttir af þessum efnum eru að stór aukast þarf hreinlega að gera eitthvað. Sjáiði bara miðbæinn, mér heyrist að þessar aðgerðir lögreglu eru bara að skila dúndur árangri, af hverju ekki að gera þetta á fleirri sviðum. Fyrst fólkið sem býr í miðbænum fær allt sem það vill ætti restin af fólkinu í landinu að fá það líka...!!!
hérna er síðan textinn úr laginu hjá Bubba sem heitir "hægt andlát 14 ára stúlku"
hún var 14 ára falleg stelpa, fór á tónleika með vinkonu sinni. Lífið var æði og allir í stuði, það var sem eldur um æðarnar.
Seinna um kvöldið keyrði í party, í kópavogi var brjáluð gleði. 4 strákar stífir af neyslu stoppuðu svalir, svartir að geði. Hún hafi drukkið landa og lent í stöðu þar inn sem enginn vill lenda í. Þeir spottuðu dömuna og dróu til sín, og slitu úr henni hjartað bara, bara af því.
Í rúminu fengu fullnægt sínum órum, 4 strákar með brenglaða sjálfsmynd. Gátu ekki greint rétt frá röngu, upplifðu kvöldið sem hverja aðra klámmynd.
Þeir misnotuðu hana á alla kanta, inní hana fóru með hnefa og tólum. rifu hana á hol, slefandi vargar, fögnuðu sigri með öskrum og gólum.
dómarinn sagði "ég trúi henni ekki, saga hennar heldur engum þræði", við hverju bjóst hann eftir meðferð slíka, sem stúlkan hlaut að hún færi með kvæði.
hvernig getur hann ætlast til þess, hún þylji upp staðreyndir róleg og fumlaus, rökrétt í hugsun það gæti engin kona, hvað þá lítil stelpa sem bara fraus.
þeir voru sýknaðir, samt játuðu því, að hafa tekið hana rúminu í. Játuðu allir réttarsalnum í , hverskona veröld lifum við í.
Dómari, dómari taktu þér æfilangt frí.
Dómari, dómari takut þér æfilangt frí.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær færsla og góð áminning á dómskerfið. Þurfum á fólki eins og þér að halda, til að halda uppi lögum og reglum í okkar litla landi.
Veit ekki hvort þú sást Kompás-þáttinn, þennan umrædda, þar sem tálbeita var notuð, en þá var dæmt með perrunum. Og lögfræðingurinn "aðalperrinn" bara fluttur til Spánar......
Og endilega meiri skoðanir frá þér
Fishandchips, 5.11.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.