13.11.2007 | 07:52
Enn og aftur..
Þetta er merkilegur fjandi.. ég er búinn að tala soldið um þessi hraðaaksturs mál hérna og ég er virkilega ánægður með að mínar hugmyndir hafa einhvernvegin komist á framfæri og eru virkilega að standa undir væntingum og ætla ég að vitna í eina af mínum fyrstu færslum hérna sem voru bara hugmyndir um hraðamyndavélar.
Núna er staðan orðin þannig að það eru komnar upp nokkrar myndavélar sem eru að ná myndum af fullt af fólki sem er bara besta mál, þar sem fólk veit af myndavélum keyrir það ekki hratt. En það sem vantar núna er að henda smá peningum í þetta og gera þetta af fullum krafti og setja upp myndavélar út um allt. Auðvitað fylgir því kostnaður að koma þessu kerfi upp og allt það, en ef menn hugsa bara ör fáa mánuði fram í tímann þá er þetta búið að borga sig upp. Af hverju??? jú.. númer 1. Myndavélin kostar ekki jafn mikið í rekstri og að hafa lögreglumann á vakt alla sólarhringinn við sama staurinn og myndavélin stendur. númer 2. myndavélin mun ná mikið fleirri mönnum sem keyra of hratt heldur en lögreglumaður sem stendur þarna og þarf að miða byssunni á hvern bíl fyrir sig. númer 3. þetta kemur í veg fyrir að það þurfi að fjölga jafn mikið í löggunni eins og klárlega þörf er á vegna þess að löggan getur einbeitt sér að gera aðra hluti heldur en að lyggja einhverstaðar í felum með radar byssuna að veiða einn og einn kappaksturs mann.
Síðan er líka mikið betra að hafa myndavélarnar til að stoppa þessa freistingu hjá fólki að keyra hratt eins og ég talaði um fyrir einhverjum mánuðum síðan.. ég trúi því ekki að fólk fari virkilega að stunda það að keyra of hratt ef það fær sekt í hvert skiptið sem það gerir það.. Auðvitað eru til svoleiðis aular hérna en myndavélin ætti að vera fínasta barnapía fyrir svona stráka titti sem eru nýkomnir með próf og eru að ýta pinnanum of langt niður.
![]() |
17 ára stöðvaður á 130 km hraða á Gullinbrú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Flaggað alla daga ársins
- Gætum átt von á óvæntum atburðum
- Auðlindagjald á Þingvelli óheimilt
- Samið við bankana um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík
- Tollar Trumps: Samanburður á Íslandi og vinaþjóðum
- Höfuðstöðvar Landsvirkjunar auglýstar til sölu
- Víða tveggja stafa hitatölur á morgun
- 80-120 skjálftar mælast á hverri klukkustund
Athugasemdir
Alltaf góður, en kannski var þetta lillebro á vinnubílnum, að flýta sér með sendingu
Bara jók...
Hlakka til að sjá þig um jólin, en rólegur á Y. Mættir alveg taka eins og einn kúrs í fjarnámi í íslenskri stafsetningu
. Allavega meðan þú ert á ammrískunni
En bara að grínast, flottastur
fishandchips (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.