Siðlausir Heimskir Drullusokkar

Ég hef alveg lent í nokkrum atvikum við svona menn. Kann eina góða sögu sem gerðist fyrir utan Grand Hotel. Þarna kem ég að sækja 70 manna hóp á 15 metra langri rútu sem er ekki hægt að leggja allstaðar og kemst ekki undir skyggnið á anddyri hótelsins, þannig eins og ég geri alltaf þá legg ég þvert á helling af bílastæðum þannig að bílar komast ekki í og úr stæðunum. Þetta hefur nú gengið alveg áfalla laust því ef stoppið mitt er lengra en rétt til að hlaða eða afhlaða bílinn þá stend ég alltaf við framhurðina að fylgjast með fólki og umferð svo ég geti nú fært bílinn rétt á meðan fólk fer í og úr stæðunum, og ef ég tek ekki eftir þeim kemur fólk bara og biður mig um að færa mig og ég geri það alveg um leið svo það sé ekki að bíða.

Einn góðan veðurdag síðasta vor kemur síðan einn "stórlax" sem ætlaði heldur betur að vaða yfir mig þar sem ég stend þarna við bílinn lagðan eins og áður kom fram að bíða eftir hópnum mínum og ræða við fararstjóra. Maðurinn kemur til mín og vantar að koma bílnum sínum úr fremsta stæðinu. Í staðin fyrir að láta mig vita þá kom hann beint með skítkast og skammaðist út í mig að vera með bílinn þarna og hann væri búinn að bíða í 4 mínútur og enginn færði bílinn. Ég segi honum bara að eina sem hann hafi þurft að gera væri að láta mig vita að hann þyrfti að komast í burtu og þá hafi ég fært bílinn um leið og útskýrði fyrir honum að ég færi bílinn ekkert á meðan ég veit ekki að neinum sem þarf að komast framhjá. En nei, þá heldur hann enþá áfram og spyr hvort að ég sé ekki atvinnubílstjóri og er bara með leiðindar tuð og segir að ég eigi bara að leggja annarstaðar og sé bara fíbbl og alles. Þá fór nú að hitna aðeins í mínum byrjaði ég að svara manninum með fullri hörku þar sem svona skítköst eru bara algjör óþarfi og ég læt ekkert einhverja drullusokka sem halda að þeir séu eitthvað stórir drulla svona frítt yfir mig. Ég spyr manninn bara hvort hann sé með betri lausn á þessu bílastæðavandamáli hjá mér og ef svo er þá mundi ég alveg taka hana til athugunar. En svo var ekki heldur sagði hann að ég ætti bara að gera eitthvað annað en þetta. Þá spyr ég hann hvort hann ætli að hætta þessari vitleysu svo ég geti nú fært rútuna svo hann komist í burtu og þá kom enþá meiri skítur frá honum og einerjar hótanir um að hringja á lögguna. Þá fer ég og lýt aðeins í kringum mig og viti menn "Jackpot" .. helvítis fíbblið var lagður í fatlaðastæði og það er svo vel merkt að skiltið gjörsamlega æpir beint fyrir framan bílstjórann þegar hann leggur í stæðið. Ég bið um að sjá fatlaða passann hjá manninum en hann var ekki með hann og þá sagði ég honum að fyrst hann var með þetta skítkast og leiðindi að hann geti bara beðið þangað til hópurinn er allur kominn inn í bíl og ég fari, og bauð honum einnig að hringja á lögguna og klaga mig en benti honum einnig á það að hann fengi sektina fyrir að leggja í fatlaðastæði. Þá strunsaði maðurinn bara í burtu og ég hvorki sá né heyrði af honum aftur....

Og svona fyrir þig lesandi góður, ef þú mætir mér í svipuðum aðstæðum á rútunni í þessu fáu skipti sem ég er á landinu, eina sem þú þarft að gera er að láta mig vita hvað þú ætlar að gera og þá er málið leyst á staðnum og allir fara glaðir heim. Ef ekki og þú kemur með dónaskap eða leiðindi, þá er ég alls ekki viljugur til að gera neitt fyrir þig. 


mbl.is Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Smári

vissulega hafi ég getað leyst þetta þannig :) Ég hef bara lúmskt gaman að því að jarða svona menn sem þurfa að vera með skítkast út í allt og alla.

Aron Smári, 10.11.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aron Smári
Aron Smári
Fyrrverandi strætóbílstjóri, síðan rútubílstjóri og núverandi flugmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 12420

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband